Fjarar undan tveggja stoða kerfinu

Flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokksins sem fram fór nýverið áréttaði meðal annars þá stefnu flokksins að framsal valdheimilda til stofnana Evrópusambandsins í gegnum EES-samninginn væri óheimil ef það bryti gegn tveggja stoða kerfi samningsins. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hafði áður ályktað á sama hátt á síðasta ári og enn fremur að tryggja þyrfti framkvæmd EES-samningsins á grundvelli tveggja stoða kerfisins.